Lækkun hlutafjár í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Skráð hefur verið í Fyrirtækjaskrá hlutafjárlækkun í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. að nafnverði kr. 21.803.205, en á aðalfundi félagsins þann 7. mars sl. var samþykkt eftirfarandi tillaga stjórnar um að lækka hlutafé félagsins:

„Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. haldinn 7. mars 2024 samþykkir að hlutafé félagsins verði, lækkað um kr. 21.803.205 að nafnverði til jöfnunar eigin hluta á grundvelli ákvæða laga nr. 2/1995, um hlutafélög. Hlutafé félagsins lækkar þar með úr kr. 1.178.393.205 að nafnverði í kr. 1.156.590.000 að nafnverði.“ 

Óskað hefur verið eftir því við Nasdaq verðbréfamiðstöð um að lækka skráð hlutafé til samræmis, fyrsti viðskiptadagur eftir lækkunina mun vera 2. apríl 2024. Fyrir hlutafjárlækkunina á Sjóvá 21.803.205 eigin hluti eða sem nemur 1,85% af útgefnum hlutum í félaginu. Eftir hlutafjárlækkunina á Sjóvá enga eigin hluti.

Niðurfærslan hefur ekki áhrif á hlutafé í eigu annarra hluthafa en félagsins sjálfs.

Nánari upplýsingar veitir:

Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjova-almennar Trygginga... (LSE:0QS8)
과거 데이터 주식 차트
부터 11월(11) 2024 으로 12월(12) 2024 Sjova-almennar Trygginga... 차트를 더 보려면 여기를 클릭.
Sjova-almennar Trygginga... (LSE:0QS8)
과거 데이터 주식 차트
부터 12월(12) 2023 으로 12월(12) 2024 Sjova-almennar Trygginga... 차트를 더 보려면 여기를 클릭.