VÍS: Áhrif af sölu eignarhluta í Kerecis

VÍS hefur samþykkt sölu á öllum eignarhlut sínum í Kerecis, sem nemur 136.715 hlutum, í tengslum við yfirtökutilboð Coloplast í félagið, en salan er háð samþykki 90% hluthafa í Kerecis.

Eign VÍS í Kerecis var skráð í reikningum félagsins á genginu USD 79,18 á hlut við lok fyrsta ársfjórðungs eða sem nemur 1.4 ma.kr. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir þá er áætlað gengi í viðskiptunum um USD 150 á hlut, en getur tekið breytingum út frá ýmsum forsendum. Miðað við framangreint, er kaupvirði hlutar VÍS um 2.8 ma.kr. ef tekið er mið af skráðu gengi USD í dag.

Í ljósi þessa hefur félagið uppfært virði Kerecis sem kemur inn í uppgjör á öðrum ársfjórðungi. Samkvæmt drögum að uppgjöri annars ársfjórðungs eru fjárfestingartekjur tæplega  1.3 ma.kr., að teknu tilliti til uppfærðs virðismats á Kerecis, sem gerir 3,0% nafnávöxtun. Fjárfestingartekjur það sem af er ári eru þá rúmlega 2.4 ma.kr. eða 5,7% nafnávöxtun frá áramótum.

Farið verður betur yfir afkomu félagsins í uppgjöri fyrir annan ársfjórðung sem verður birt þann 10. ágúst næstkomandi.

Fjárfestingasafn VÍS er í eignastýringu hjá SIV eignastýringu hf.

 

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 eða með netfanginu fjarfestatengsl@vis.is

 

Þessi tilkynning er birt af Vátryggingafélagi Íslands hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. Lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum.

Vis Insurance (LSE:0QDY)
과거 데이터 주식 차트
부터 4월(4) 2024 으로 5월(5) 2024 Vis Insurance 차트를 더 보려면 여기를 클릭.
Vis Insurance (LSE:0QDY)
과거 데이터 주식 차트
부터 5월(5) 2023 으로 5월(5) 2024 Vis Insurance 차트를 더 보려면 여기를 클릭.